Priyanka Chopra fann hinn fullkomna sumarkjól

Hinn fullkomni sumarkjóll er vandfundinn, en hann þarf að ganga bæði upp við strigaskó og hæla, undir jakka og jafnvel yfir gallabuxur þegar kólnar. Priyanka Chopra virðist hafa fundið einn flottan, sem er klassískur og mynstraður silkikjóll.

Kjóllinn er frá merkinu Hale Bob, og er mynstraður í bláum litatónum. Priyanka klæddist honum við látlausa ljósbrúna skó. Svona kjólar eru einnig flottir yfir gallabuxur og með stuttermabol undir.

Glamour/Getty
Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.