Stærstu trendin fyrir haustið

Þó að ennþá sé júlí þá styttist óðum í haustið, skemmtilegustu árstíðina þegar kemur að tísku og trendum. Á tískupöllunum voru mörg mismunandi trend, allt frá vel sniðnum drögtum og kápum yfir í skrautlega kjóla skreytta fjöðrum og pallíettum. 

Allir munu geta fundið eitthvað við sitt hæfi í haust, hvort sem þú sækir í klassískar og stílhreinar flíkur, eða vilt láta ljós þitt skína í skærum litum. Glamour hefur tekið saman nokkur trend sem verða vinsæl í haust. 

Aftur til áttunda áratugarins
Þetta er eitt stærsta trendið fyrir haustið, hnésítt pils, lítill dragtarjakki, silkiskyrta og silkiklútur eins og París á áttunda áratugnum. Tískuhús eins og Celine, Balenciaga, Gucci og Burberry voru öll með sínar útgáfur af trendinu. Ef þú vilt svo klæða þig upp skaltu setja á þig grófa gullkeðju um hálsinn og þægilega hælaskó. 

Glamour/Getty
Celine

Skærir litir 
Sumarið er ekki eini tíminn til að nota skæru litina heldur koma þeir sterkir inn í vetur. Rauður, fjólublár og grænn voru vinsælir hjá tískuhúsum eins og Sies Marjan, Balenciaga og Max Mara. 

Balenciaga

Leðurbuxur 
Ef það er ein flík sem maður verður að eiga í fataskápnum þá eru það leðurbuxurnar, hvort sem þær eru ekta eða ekki. Leðurbuxurnar passa vel við grófa prjónapeysu eða silkiskyrtu svo þetta er góð fjárfesting. Fyrir haustið koma þær í mörgum útgáfum, glansandi eða í svokölluðum mótórhjólastíl eins og á tískupalli Bottega Veneta. 

Bottega Veneta
Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.