Jennifer Lopez fagnaði stórafmæli í Miami

Jennifer Lopez fagnaði fimmtugsafmæli sínu í Miami, á hinni frægu Star Island, um helgina. Jennifer klæddist sérhönnuðum kjól frá Versace, gylltum keðjukjól og í skóm í stíl. Jennifer hefur oft valið Versace fyrir stór tilefni, enda eru hún og Donatella góðar vinkonur.

„Donatella sendi mér kjóla fyrir hvað sem ég þurfti. Okkar samband er náttúrulegt og eðlilegt, vinátta sem hefur verið til staðar í mörg ár,“ sagði Jennifer í samtali við Vogue um samband þeirra Donatellu Versace.

Jennifer klæddist gylltum skóm í stíl við kjólinn, með gyllta hring eyrnalokka sem áður, en í gegnum tíðina hafa þeir eyrnalokkar einkennt stíl hennar og sleppir hún þeim nánast aldrei.

Unnusti Jennifer, Alex Rodriguez, var að sjálfsögðu við hlið hennar í partýinu.

Glamour/Skjáskot
Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.