Meghan Markle ritstýrir september blaði breska Vogue

Meghan Markle, hertogaynja af Sussex, ritstýrir septemberblaði breska Vogue ásamt núverandi ritstjóra, Edward Enninful. Blaðið ber yfirskriftina „Kraftar breytinga“ eða „Forces of Change“ og eru fimmtán áhrifamiklar konur sem prýða forsíðuna.

Septemberblað Vogue er það stærsta yfir árið, en þetta er í fyrsta skipti sem gestaritstjóri tekur þátt í þessari útgáfu. Forsíðuna prýða fimmtán konur sem hafa áhrif á samfélagið í dag og voru þær valdar af Meghan Markle og Edward Enninful. Konurnar koma úr heimi íþrótta, pólitík og lista og hafa allar jákvæð áhrif á heiminn eins og hann er í dag. Samvinna Meghan og Edward byrjaði í janúar fyrr á þessu ári.

Á forsíðunni er forsetisráðherra Nýja-Sjálands, Jacinda Ardern og hin unga Greta Thunberg, sem er yngsta forsíðustjarna breska Vogue frá upphafi, leikkonan Jane Fonda og Laverne Cox, sem er fyrsta trans manneskjan til að prýða forsíðu breska Vogue.

Einnig eru Adwoah Aboah sem barist hefur fyrir andlegri heilsu, Adut Akech, Ramla Ali, Sinéad Burke, Gemma Chan, Salma Hayek Pinault, Francesca Hayward, JAmeela Jamil, Chimamanda Ngozi Adichie, Yara Shahidi og Christy Turlington Burns.

Sextánda mynd forsíðunnar er spegill, sem á að tákna manneskju, lesendann sjálfan og hvetja til að láta gott af sér leiða í samfélaginu í dag.

Myndirnar tók Peter Lindbergh.

Glamour/Getty
Edward Enninful, ritstjóri breska Vogue

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.