Þægilegustu stuttbuxur sumarsins

Hið mikla hjólabuxnatrend virðist engan endi ætla að taka, enda einar þægilegustu stuttbuxurnar sem völ er á. Stjörnurnar virðast velja þær við hvaða tilefni sem er, í ferðalög og göngutúra. Glamour hefur tekið saman nokkrar myndir af best klæddu konum í heimi í dag og hvernig þær nota hjólabuxurnar.

Glamour/Getty.
Gigi Hadid klæðist sínum hjólabuxum við gallajakka, gallaskyrtu, sokka og sandala.
Bella Hadid notar sínar hjólabuxur þegar hún ferðast.
Kim Kardashian notar sínar líka í flugið.
Hjólabuxurnar er hægt að nota á fínni hátt eins og má sjá hér, við skyrtu og dragtarjakka.
Emily Ratajkowski notar hjólabuxur mikið.
Á heitustu dögunum er hægt að nota hjólabuxurnar við topp í stíl.
Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.