Bella Hadid í bol frá árinu 2000

Flíkur og fylgihlutir frá tíunda áratugnum hafa verið gífurlega vinsælir í sumar og tískufyrirmyndir eins og Kendall Jenner, Bella Hadid og Emily Ratajkowski valið sér flíkur eins og hjólabuxur og minimalíska sandala. Bella Hadid hefur nú gengið skrefinu lengra og er komin í þennan topp sem var svo vinsæll um árið 2000.

Bella notaði toppinn í sumarfríi sínu á Mykonos í Grikklandi. Toppurinn er glansandi appelsínugul og er rykktur um magann. Í stíl klæddist Bella útvíðum gallabuxum með gulllitaða eyrnalokka. Þetta gæti alveg verið dress beint frá árinu 2000 og spurning hvort að Bella nái að koma þessum bol aftur í tísku.

Glamour/Skjáskot
Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.