Listasýningin sem þú verður að fara á í sumar

Ef þú hyggst nota einhverja af þínum skýjuðu sumarfrísdögum á menningarlegan hátt skaltu heimsækja Kjarvalsstaði, á listasýninguna William Morris: Alræði Fegurðar!

Sýningin gerir skil á fjölbreyttu ævistarfi breska hönnuðarins William Morris, en hann fékkst við hönnun, skáldskap og var framúrskarandi handverksmaður. Á sýningunni sérðu frumteikningar af mynstrum Morris, útsaumsverk, húsgögn, skreyttar bækur og flísar.

Þetta er í fyrsta skipti á Íslandi sem sýningin er sett upp hérlendis og má sjá hluti frá William sem hann safnaði frá Íslandi, meðal annars útskorið horn og önnur áhöld úr horni.

Meira um sýninguna hér.

Glamour/Getty
Mynd frá vinnustofu William Morris árið 1931.
William Morris.
Hönnun eftir William Morris.

1 Comment

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.