Ashley Olsen klæðir sig fyrir kalda sumardaga

Stuttir sumarkjólar eru ekki alveg að henta fyrir íslenska sumarið, sem oft er ófyrirsjáanlegt og frekar kalt. Fatahönnuðurinn Ashley Olsen, sem er önnur tvíburasystirin á bakvið fatamerkið The Row, gefur okkur innblástur fyrir kalda sumardaga.

Þó það hafi án efa verið heitt í Californiu, þar sem Ashley er stödd, þá lætur hún ekki sjá sig í sumarkjólum eða stuttbuxum, heldur velur svartar og þægilegar flíkur. Svört sólgleraugu og sandalar settu svo punktinn yfir i-ið.

Glamour/Skjáskot
Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.