Meghan Markle prófar sig áfram í fatahönnun

Meghan, hertogaynja af Sussex ætlar að prófa sig áfram í fatahönnun. Þetta kemur fram í viðtali við hana í septemberblaði breska Vogue, sem Meghan gestaritstýrði. Meghan hefur undanfarið unnið að fatalínu með fjórum þekktum fatamerkjum og mun allur ágóði renna til góðgerðamála.

Þó að blaðið sé ekki enn komið út þá hefur samt ýmislegt komið í ljós. Í viðtali við Edward Enninful, ritstjóra breska Vogue, tilkynnir Meghan um litlu fatalínuna sem mun einblína á þægilegan fatnað í vinnuna fyrir konur. Meghan hefur unnið með fjórum þekktum merkjum við gerð línunnar, en það eru Marks & Spencer, John Lewis & Partners, Jigsaw og Misha Nonoo, sem er góð vinkona hertogaynjunnar. Allur ágóði af sölu fatalínunnar mun renna beint til góðgerðasamtakanna Smart Works, sem hjálpar konum í atvinnuleit, en það er málefni sem Meghan hefur lagt mikla áherslu á undanfarin ár.

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.