Vertu klár fyrir helgina

Verslunarmannahelgin er að bresta á, undirbúningurinn í hámarki og eflaust margir farnir af stað. En ef þú situr enn við ferðatöskuna og hefur ekki hugmynd um hvað þú átt að taka með þér þá er Glamour með nokkrar hugmyndir. 

Stelum stílnum af hinni bresku Alexu Chung sem er mikið fyrir útihátíðir. Alexa velur góðar og traustar yfirhafnir, gallabuxur og þægilega skó, sem er nánast allt sem þú þarft. 

Glamour/Getty
Þó það sé ólíklegt að það rigni um helgina þá skaltu samt taka regnkápuna með. Dökkblátt og hvítt fer vel saman. 

Regnkápa frá 66°NORTH. Kostar 32.000 kr. 
Ef það á ekki að rigna er gott að taka strigaskóna með. Þeir passa vel við gallabuxur og vaxjakka.
Þykk og hlý skyrta er töff og passar við margt. Þú gætir jafnvel fundið þína hjá kærasta, vini, bróður eða pabba.
Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.