Gera How To Lose a Guy in 10 Days að sjónvarpsþáttum

Það er erfitt að gleyma rómantísku kvikmyndinni How To Lose a Guy in 10 Days, með leikurunum Kate Hudson og Matthew McConaughey. Í myndinni semur blaðamaðurinn Andie Anderson við yfirmann sinn, að skrifa grein um stefnumótalíf, þar sem hún hyggst hitta mann og hætta með honum á tíu dögum. Á sama tíma segir Benjamin Barry við yfirmann sinn að hann geti látið hvaða konu sem er verða ástfangna af sér á tíu dögum.

Aðdáendur myndarinnar kunna hana utan að og verða líklega glaðir yfir þeim fréttum að sjónvarpsþættir byggðir á henni eru nú í bígerð. Þættirnir verða skrifaðir af grínistanum Guy Branum. Upplýsingar um leikarana sem verða í þáttunum eru ekki enn komnar í ljós, þó við vonum auðvitað að Kate og Matthew komi aftur saman.

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.