Margot Robbie er stjarna rauða dregilsins

Ástralska leikkonan Margot Robbie ferðast nú til vinsælustu borga heims þar sem verið er að frumsýna kvikmyndina Once Upon A Time… in Hollywood. Margot leikur leikkonuna Sharon Tate í myndinni. Það má segja að Margot hafi verið stjarna rauða dregilsins undanfarnar vikur eins og sjá má á myndunum hér fyrir neðan.

Stíll Margot Robbie hefur minnt á tísku sjöunda og áttunda áratugarins, með litum eins og koparbrúnum og mosagræna litnum sem einkenndi tískuna á þeim tíma. Kjólarnir hennar hafa verið frjálslegir og hippalegir og hárið að sjálfsögðu í stíl.

Glamour/Getty.
Margot Robbie í London.
Í Berlín.
Í Hollywood.
Í Róm.
Í Róm.
Í London.
Í London.
Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.