Nýja taska Kim Kardashian er mjög sjaldgæf

Það má segja að fáir eigi jafn stórt safn af handtöskum og Kim Kardashian. Kim á stórt safn af hinni frægu Hermés Birkin-tösku, fágætar Chanel töskur og líklega töskur frá hverju einasta lúxusmerki sem til er. Kim er greinilega vakandi fyrir sjaldgæfum töskum og er nýja taskan hennar gott dæmi um það.

Taskan sem hún hafði meðferðis á dögunum er frá karlalínu Kim Jones fyrir Dior, og er útgáfa af hinni vinsælu Saddle Bag. Taskan er gerð í samstarfi við japanska listamanninn Hajime Sorayama og er einungis úr málmi. Taskan er eftirsótt, enda einungis tíu eintök gerð. Það er hins vegar ekki allra að eignast hana, því taskan kostar rúmlega 4,2 milljónir íslenskra króna.

Glamour/Skjáskot

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.