Morgunverðardrykkur að hætti Kourtney Kardashian

Ef þú vilt byrja daginn á réttan hátt skaltu prófa þennan morgun- eða seinnipartsdrykk, sem hentar vel fyrir grænkera og er glúteinlaus. Samkvæmt heimasíðu Kourtney Kardashian, Poosh, hefur þessi drykkur mörg næringarefni sem gefur þér orku fyrir daginn.

„Þessi drykkur hentar vel fyrir morguninn eða seinnipartinn og er stútfullur af góðri fitu og próteini,“ segir á heimasíðunni. Það besta er að það tekur aðeins nokkrar mínútur að gera hann.

Það sem þú þarft í drykkinn er:
1-1 1/2 bolli möndlumjólk (án viðbætts sykurs)
1/4 bolli bláber
2 bollar lífrænt spínat
1-2 döðlur
1 msk hampfræ
1/2 avókadó
1/2 frosinn banani
1 msk hnetusmjör (án viðbætts sykurs)
1 lúka af ísmolum

Allt fer saman í blandara.

Mynd/Poosh
Glamour/Getty.
Kourtney Kardashian.
Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.