Persónulegasta línan til þessa

Hið vinsæla danska merki, Ganni, sýndi nýjustu fatalínu sína á tískuvikunni í Kaupmannahöfn í gær, á földum tennisvelli. Tennisvöllurinn er sami staður og fyrsta lína Ganni var sýnd. Ditte Reffstrup, sagði þetta hafi verið sín persónulegasta lína til þessa.

„Ég var alltaf að hugsa um afhverju við byrjuðum með Ganni,“ segir Ditte í samtali við breska Vogue. „Ganni er orðið svo vinsælt núna, meira en við þorðum að vona, svo við vildum fara aftur í tímann og leggja áherslu á upphafleg gildi merkisins.“

Í línunni má sjá liti eins og mintugrænan, ljósbrúnan og ljósfjólubláan og eru þeir litir aðeins ljósari heldur en undanfarið hjá Ganni. Sniðin voru líka einfaldari, eins og víðar gallabuxur og ljósar dragtir. „Við tónuðum Ganni aðeins niður, en við erum ekki hætt að hafa gaman.“

Glamour/Getty
Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.