H&M Home kynnir nýtt og litríkt samstarf

H&M Home kynnir nýtt samstarf til leiks og það er við bresku fyrirsætuna og leikkonuna Poppy Delevingne. Poppy þykir eiga mjög smekklegt og litríkt heimili svo það gaf augaleið að heimili hennar yrði innblásturinn fyrir hönnunarteymi H&M Home. Línan kemur í verslanir H&M Home í lok mánaðarins og mun fást í H&M í Smáralind.

Innanhússtíll Poppy telst seint vera minimalískur og fær hún mikinn innblástur frá kvikmynda- og tískuheiminum. Heimili hennar í vesturhluta Lundúna er samblanda af elegans, litríkum munstrum og mjúkum áferðum sem gerir heimilið persónulegt og hlýlegt.

Glamour/H&M

„Að skapa sér heimili snýst um að umvefja sig hlutum sem þú elskar, og ég kolféll fyrir vörunum í línunni frá H&M HOME. Það er líka ótrúlega spennandi að fá tækifæri til að vinna með innanhússmerki sem er á uppleið og býður upp á breitt úrval af mismunandi stílum og hönnun, sérstaklega þar sem að ég elska að blanda saman mismunandi hlutum og skapa þannig minn eigin stíl“ segir Poppy Delevingne.

Í línunni finnurðu vasa, kertastjaka, tannburstaglas, box og bretti ásamt öðrum fallegum vörum.

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.