Liam Hemsworth tjáir sig um skilnaðinn

Það hefur líklega ekki farið framhjá mörgum að Miley Cyrus og eiginmaður hennar, Liam Hemsworth, eru skilin eftir aðeins nokkurra mánaða hjónaband. Parið hefur beðið fjölmiðla um að virða einkalíf þeirra, en bæði hafa þó tjáð sig um málið á Instagram.

Liam segist óska Miley alls hins besta í framtíðinni, heilsu og hamingju. Hann segir einnig að hann muni ekki tjá sig um málið við fjölmiðla.

Miley og Liam giftu sig í desember á síðasta ári, en hafa þó verið í sundur og saman síðustu tíu ár.

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.