Nýtt kjólamerki fer í sölu í GK Reykjavík

Það er hægt að gleðjast yfir því að kjólaúrval landsins muni stækka frá og með morgundeginum, þegar merkið Rotate Birger Christensen fer í sölu í GK Reykjavík. Hin íslenska Thora Valdimarsdottir og Jeanette Madsen eru listrænir stjórnendur merkisins og eru duglegar að klæðast kjólum frá merkinu, enda báðar miklar götustílsstjörnur og tíðir gestir á tískuvikunum.

Hjá Rotate finnurðu kjóla fyrir hvaða tilefni sem er, allt frá partýkjólum yfir í mynstraða kjóla sem passa vel við gallabuxur. Rotate Birger Christensen fer í sölu kl. 12:00 á morgun í GK Reykjavík og er opið til kl. 21:00 fyrir þær uppteknu.

Glamour/Getty.
Thora Valdimars og Jeanette Madsen.
Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.