Fimm ráð til að endurnýja húðina eftir sumarið

Húðin getur látið á sjá eftir sumarið. Margir fá brúna bletti og sólarskemmdir sem verða áberandi þegar líður á haustið og húðin fölnar. Aðrir taka betur eftir djúpum hrukkum í kjölfar sólbaða og enn aðrir glíma við þurra húð. En hvað er til ráða til að endurnýja húðina eftir sumarið? Bryndís Alma Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Húðfegrunar, tók saman fimm ráð til að deila með lesendum. 

Losnaðu við litabreytingar í húð

„Að loknu sólríku sumri sitja margir uppi með litabreytingar í húðinni. Flekkir í vöngum, á enni eða annar staðar í andliti geta verið hvimleiðir og erfitt að hylja þá með farða. Góðu fréttirnar eru þær að við hjá Húðfegrun getum unnið á litabreytingum, sólarskemmdum, brúnum blettum, öldrunarblettum, fæðingarblettum og jafnvel freknum. Við bjóðum upp á lasermeðferð sem er framkvæmd með nýjustu lasertækni á markaðnum“ segir Bryndís. Nánari upplýsingar um meðferðina er að finna hér.

Fjárfestu í góðu andlitskremi

„Það er vissulega mikilvægt að drekka nóg af vatni til að viðhalda rakastigi húðarinnar. Rannsóknir hafa hins vegar sýnt að það er ekki nóg. Gott rakakrem er einnig nauðsynlegt. Nýlega setti Neauvia á markað öfluga krema- og hreinsilínu undir yfirskriftinni Neauvia Advanced Care System. Þessi einstaka lína brúar bilið á milli hefðbundinna andlitskrema og hreinsivöru og þeirrar vöru sem notuð er við framkvæmd faglegra læknismeðferða. Virknin er því mun meiri en gengur og gerist. Því má búast við meiri árangri af notkun varanna auk þess sem virkni hennar er fyrirbyggjandi. Neauvia Advanced Care System línan inniheldur mismunandi andlitskrem, serum, hreinsimaska, andlitshreinsi og andlitsvatn. Sérfræðingar Húðfegrunar geta aðstoðað þig við valið á réttu vörunum fyrir þína húð.“


Losnaðu við djúpar hrukkur

„Gelísprautun er tilvalin meðferð fyrir þá sem vilja losna við djúpar hrukkur í andlitinu. Neauvia Organic geli er sprautað undir húðina og í kjölfarið sléttist úr hrukkum og ójöfnum. Neauvia Organic er hreinasta og öruggasta fyllingarefnið á markaðnum. Efnið er algjörlega skaðlaust og samanstendur eingöngu af náttúrulegum efnum. Meðferðin tekur fljótt af.“ segir Bryndís
Hér má lesa meira um Gelísprautun.

Endurnýjaðu húðina með Laser Peeling meðferð

„Húðfegrun býður upp á öfluga lasermeðferð sem byggir upp kollagen djúpt í undirlagi húðarinnar á sama tíma og ysta lagið er endurnýjað. Laser Peeling er ein öflugasta meðferð sem býðst til að gera ysta lag húðarinnar heilbrigðara og fallegra, ásamt því að draga úr djúpum og grunnum línum“ segir Bryndís. 

Spornaðu gegn öldrun húðarinnar

„Ein af vinsælustu meðferðunum hjá Húðfegrun er Laserlyfting. Laserlyfting er náttúruleg andlitslyfting án skurðaðgerðar og er árangurinn af laserlyftingu sambærilegur árangri af andlitslyftingu með skurðaðgerð. Laserlyftingin er bylting í meðferð á línum, hrukkum og slappri húð.Meðferðin styrkir húðina og losar þig við hrukkur og slappa húð á öllu andlitinu, augnsvæði, hálsi, svæði undir höku, bringu og handarbökum. Einnig spornar meðferðin gegn öldrun húðarinnar ásamt því að lífga upp á útlit þitt. Það sem gerir Laserlyftingu einstaka er tæknin sem tryggir örugga og árangursríka uppbyggingu húðarinnar djúpt í undirlagi hennar með náttúrulegum og sársaukalausum hætti.“ segir Bryndís 

Bættu rakastig húðarinnar 

Hydro Deluxe meðferðin er tilvalin til að auka rakastig húðarinnar eftir sumarið. Hydro Deluxe er ein vinsælasta húðmeðferðin í Evrópu og skyldi engan undra. Þessi einstaka meðferð stuðlar að heilbrigðari, þéttari og stinnari húð auk þess sem hún grynnkar hrukkur og fínar línur. Hydro Deluxe er meðal þeirra meðferða sem örva kollagenframleiðslu húðarinnar. Hydro Deluxe er ein besta meðferðin með Hollywood Glow meðferð, því árangur af Hollywood Glow er ennþá betri ef farið er í Hydro Deluxe áður.  Hollywood Glow ný meðferð hjá okkur á Húðfegrun. 

Meðferðin er framkvæmd með nær-innrauðu ljósi (NIR infrared light) sem hitar húðina á þægilegan máta og örvar kollagenframleiðslu. Húðin þéttist og fær samstundis aukinn ljóma. Einnig spornar meðferðin gegn öldrun húðarinnar og áferð húðarinnar verður fallegri.“ segir Bryndís.

Sjáðu meira á heimasíðu Húðfegrunar.

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.