Kísilsteinefni framleitt úr íslensku jarðhitavatni

GeoSilica framleiðir íslenskt kísilsteinefni úr jarðhitavatni og er eina kísilsteinefnið í heiminum sem er framleitt á náttúrulegan hátt. GeoSilica framleiðir fæðubótarefni sem góð eru bæði fyrir líkama og sál. Fyrsta varan kom á markað 2015 og síðan þá hafa fjórar aðrar bæst í hópinn. Kísill er nauðsynlegur fyrir líkama okkar allra svo GeoSilica er lausnin svo við getum fengið nægilegt magn af honum.

Við hjá Glamour fengum að skoða nánar hvað GeoSilica er.

Hvað er GeoSilica
GeoSilica framleiðir íslenskt kísilsteinefni úr jarðhitavatni sem sótt er djúpt ofan í jörðina og er mjög steinefnaríkt. Kísill er eitt algengasta steinefni jarðarinnar og nauðsynlegt fyrir líkama okkar allra, þessvegna er mikilvægt fyrir okkur að fá nægilegt magn af honum. Nútíma fæða er oft unnin og inniheldur gjarnan of lítið magn af kísli svo það er mikilvægt að taka hann inn aukalega. GeoSilica er eina kísilsteinefnið í heiminum sem er framleitt á náttúrulegan hátt, án skaðlegra eða kemískra aukaefna í framleiðsluferlinu. GeoSilica vörurnar innihalda heldur engin skaðleg aukaefni ásamt því innihalda þær 100% náttúrulegan jarðhitakísil og hafa vörurnar hlotið vegan vottun frá The Vegan Society. Allar vörur GeoSilica eru framleiddar á Íslandi í GMP vottuðu framleiðslurými.

Hvenær kom fyrsta varan ykkar á markað
Fyrsta GeoSilica varan, PURE, kom á markað árið 2015 með viðtökum sem voru vonum framar. Það hvatti okkur til þess að halda áfram og tveimur árum síðar bættust við þrjár nýjar GeoSilica vörur á markað; RENEW, REPAIR og RECOVER. Viðtökurnar við nýjungunum voru mjög góðar en nýverið endurbættum við svo útlit allrar vörulínunnar ásamt því að bæta fimmtu vörunni á markað – REFOCUS, en varan var hönnuð með þarfir norðurlandabúa í huga og inniheldur járn og d-vítamín. Járn- og D-Vítamínskortur er afar algengur og lögðum við mikið upp úr því að þróa þessa vöru með þarfir og matarvenjur nútíma einstaklinga í huga en varan hefur hlotið vegan vottun sem er okkur afar mikilvægt. Vörurnar koma í 300ml flöskum og er dagleg inntaka 10 ml svo hver flaska dugar í mánuð í
senn.

Hvaða vörur er GeoSilica með
PURE endurnýjun líkamans – inniheldur jarðhitakísil og hreint íslenskt vatn. RENEW hár, húð og neglur – inniheldur jarðhitakísil, kopar og sink í hreinu íslensku vatni. Sink og kopar stuðla að viðhaldi á hári, húð og nöglum.
REPAIR liðir og bein – inniheldur jarðhitakísil og mangan í hreinu íslensku vatni. Mangan stuðlar að eðlilegu viðhaldi liða og beina.
RECOVER vöðvar og taugar – inniheldur jarðhitakísil og magnesíum í hreinu íslensku vatni. Magnesíum stuðlar að eðlilegri virkni vöðva og tauga.
REFOCUS hugur og orka – inniheldur jarðhitakísil, járn og d-vítamín í hreinu íslensku vatni. Járn stuðlar að eðlilegri orkumyndun og stuðla bæði járn og d-vítamín að eðlilegri starfsemi ónæmiskerfisins.

Hvað er framundan hjá GeoSilica
Það sem er framundan er í raun að komast inn á fleira erlenda markaði þar sem við höfum fengið mikinn áhuga frá erlendum aðilum og svo erum við í stöðugri vöruþróun.

Hægt er að versla vörur okkar í öllum helstu apótekum, matvöruverslunum, heilsuhúsum og dutyfree hérlendis en frekari upplýsingar er hægt að finna á GeoSilica.com
Instagram – @GeoSilica

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.