Ný fylgihlutalína frá Sif Benedicta

Það er alltaf gaman þegar nýjungar bætast í íslensku hönnunarflóruna en hún Halldóra Sif Guðlaugsdóttir er listrænn stjórnandi á bak við fylgihlutamerkið Sif Benedicta, sem hún stofnaði ásamt manninum sínum Kristni Péturssyni árið 2017. Öll línan er hönnuð á Íslandi og er framleidd á Ítalíu  og Líbanon.

„Við vorum að kynna til leiks nýja línu sem heitir Benedicta’s Sketchbook. Þar erum við að bæta við vörurúrval okkar fleiri minni handtöskum/clutchum, mittistöskum, hárskrauti, eyrnalokkum og nýjum silkislæðum“ segir Halldóra Sif og bætir við að fjölskyldufríin væru því oftast á þessa staði til að sækja efnamessur.

„Við fórum í gegnum skissubækur hjá okkur til þess að finna skissur af vörum sem við vildum þróa lengra. Við fórum í gegnum bækur um Art deco tímabilið þá helst skartgripi og veggfóður til þess að fá innblástur af formum og litum. Við heillumst mikið af formum frá Art Deco tímabilinu í Arkitektúr, húsgögnum og skartgripum.

Ég elska liti og áferðir á gömlum bókum. Þó svo að við séum ekki stórt tískuhús þá höfum við gaman að skapa saman heiminn í kringum vörurnar. Línan er innblásin af 20’s glamour og 70’s chic“ Segir Halldóra Sif að lokum.

Við óskum þeim til hamingju með nýja línu og hlökkum til að fylgjast með framhaldinu.

Vörurnar fást í Akkúrat og inná www.sifbenedicta.com

Ljósmyndari: Saga Sig, Listrænn stjórnandi: Halldóra Sif, Fyrirsætur: Vera og Matta, Stílisti: Brynja Skjaldardóttir, Förðun: Stebba, Hár: Eva Lind

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.