Ryan Reynolds með húmorinn í lagi.

Leikarinn Ryan Reynolds er með skopskynið í lagi og ákvað að setja það í botn á afmælisdegi eiginkonu sinnar, leikkonunnar Blake Lively, en hún fagnaði 32 árs afmæli sínu í gær.

Setti Ryan myndasyrpu á Instagram þar sem myndir eru af þeim tveimur, en allar myndinar af honum eru fínar – hennar eru allar hreyfðar, hún með lokuð augun, eða hálf út úr rammanum!

Þau eru þekkt fyrir að gera grín að hvort öðru sem sýnir bara að húmorinn verður að vera til staðar í sambandi.

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.