Hártrend fyrir haustið.

Ætla þú í að skipta um stíl í haust? Það er alltaf gaman að fylgjast með hvað kemur í tísku á haustin.

Við hjá Glamour fengum Gretu og Rakel hjá hárgreiðslustofunni Yellow í kópavogi að fara betur yfir það með okkur, hvað það er sem koma skal.

Hvað eru helstu trendin í haust?

Það er mikið búið að vera um millisídd í góðan tíma núna og heldur sú tíska áfram. Það er fallegt að klippa alla slitnu endana af og koma hárinu í heilbrigt form með fallegri klippingu. Blunt bob kallast það þegar hárið er í kjálkasídd, engar styttur heldur þung mjúk lína við kjálka sem er örlítið styttri að aftan.

Mikið er um að hafa smá liði eða krullur í hárinu en ekki alveg rennislétt. Einnig eru bylgjur að koma sterkar inn. Toppar koma einnig alltaf sterkir inn á haustin og er þá þessi gamaldags gardínutoppur mjög vinsæll. Sérstaklega með aðeins síðara hári. Flott er að hafa hann frekar síðan og láta hann skiptast í miðju. Einnig hafa stuttir þungir toppar verið að koma sterkir inn. Skemmtilegt er að poppa upp lúkkið með slæðum, slaufum eða stórum skrautlegum spennum.

Hvað með litina

Með litina þá eru hlýjir tónar að koma mikið inn í haust. Golden brunette, honey blonde og caramel er mikið hjá stóru stjörnunum. Köldu tónarnir fá smá pásu. Rosegold hefur einnig verið að ná miklum vinsældum og munum við sjá meira af þeim lit á næstunni í alls konar útfærslum.

Er einhver „go to“ vara sem er möst að eiga í snyrtitöskunni í haust

Það er algjört möst fyrir þær með millisíddina sem fíla smá hreyfingu að eiga annaðhvort salt spray eða I want body texture volume spray frá Eleven. Þeim efnum er spreyjað í hárið þegar það er rakt og klipið upp. Þá koma þessar náttúrulegu beyglur í hárið. Einnig er gott að blása hárið uppúr þessum speyjum og nota svo sléttujárn eða keilujárn til að búa til liði.

Til að verja hárið fyrir kuldanum þá er nauðsynlegt að eiga gott raka shampoo og næringu og er Hydrate my hair frá Eleven æðislegt fyrir það. Svo er auðvitað alltaf gott að eiga góða djupnæringu og er 3 minute repair æðisleg og þæginleg í notkun. Eins og nafnið gefur til kynna þá bíður maður með hana í 3 mínútur og hárið verður sem nýtt. Gott að endurtaka 2-3x í viku.

Okkur hlakkar mikið til haustsins og vetrarins. Það er alltaf gaman að fylgjast með nyjum tískubyljum bæði í hári, förðun og fötum. Það verður allt svo miklu meira kósí á þessum árstíma.

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.