energia-Einstakur veitingastaður í Smáralind

Okkur finnst alltaf gaman að finna nýja veitingastaði sem koma á óvart, einn af þeim er veitingastaðurinn energia í smáralind sem hefur um árabil boðið upp á gott úrval af veitingum sem leikur við bragðlaukana, sanngjarn verð og notarlegt umhverfi.

Við spurðum Guðnýju eiganda hvernig hún myndi lýsa energia, „ég myndi segja að energia væri svokallaður smart/casual veitingastaður, þar sem við leggjum áherslu á sanngjarn verð og góða þjónustu, enda er  stór hluti viðskiptavina okkar fastakúnnar sem hafi komið til okkar lengi“

En hvernig myndir þú lýsa matseðli energia. „Við förum svona milliveginn í hollustinni, allur matur er eldaður eftir pöntun og allt hráefni haft sem ferskast, við notum t.d. eingöngu kjúklinabringur í alla okkar rétti m/kjúklingi. Við leggjum áherslu á kjúklingasalötin okkar sem eru geysivinsæl, en allir okkar réttir hafa náð töluverðum vinsældum. Við eigendurnir erum oftast á staðnum til að fylgjast með að allt sé eins og það á að vera“ segir Guðný að lokum.

Við hvetjum alla að gera sér ferð á energia og mælum við sérstaklega með salötunum og pastanu og svo stendur klúbbsamlokan alltaf fyrir sínu. Kaffið á energia er líka dásemd og er tilvalið að fá sér kaffi og kökusneið á eftir góðri máltíð

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.