McConaughey ráðinn í fasta stöðu við Háskólann í Texas..

McConaughey hefur verið í hlutastarfi við sama skóla og verið að kenna áfanga sem heitir Frá handriti á skjáinn sem kennir kvikmyndaframleiðslu. McConaughey segir að áfanginn sé einmitt það sem hann vildi hafa lært.

Óskarsverðlaunhafinn McConaughey er þekktastur fyrir hlutverk sín í kvikmyndum á borð við The Wolf of Wall Street, Dallas Buyers Club, Dazed and Confused og How to Lose a Guy in 10 days. Hann hefur notið mikillar velgengi í kvikmyndabransanum og nýtur mikilla vinsælda innan háskólans.

Spurning hvað maður myndi taka mikið eftir efninu…

Mynd/Getty
Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.