Umtalaðasta atriði VMA tónlistarhátíðinnar

Atriðið sem allir eru að tala um í dag er sjóðheitur flutningur Shawn Mendes og Camila Cabello á laginu Señorita á MTV myndbandshátíðinni í vikunni. Lagið er eitt það vinsælasta í heiminum í dag en þetta er í fyrsta skipti sem þau flytja það í lifandi flutningi fyrir framan áhorfendur.

Mikið hefur verið talað um að þau Shawn og Camila séu par en þau sjálf hafa ekki tjáð sig um það. Engum fær þó dulist að sannar tilfinningar þurfi til að syngja með jafn mikilli innlifun og hið meinta par gerir hér. Þau snertust aldrei, kysstust næstum því og og héldust í hendur þegar þau leiddust af sviðinu.

(Mynd/Getty)
Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.