Tíu leiðir að breyttum lífsstíl

Haustið er tíminn sem margir fara af stað í breyttum lífsstíl eftir slökun og skemmtun sumarsins. Við fengum því Júlíu Magnúsdóttur heilsumarkþjálfa og kokk sem stendur fyrir heimasíðunni lifdutilfulls.is til að gefa lesendum tíu leiðir að breyttum lífsstíl. Júlía hefur undanfarin sjö ár hjálpað fólki að losna við sykurpúkann í gegnum vinsæl netnámskeið.

Settu þér raunhæf markmið
Rannsóknir sýna að eitt það mikilvægasta hvað varðar lífsstílsbreytingu er viðhorf okkar gagnvart þeirri breytingu. Þegar við setjum okkur markmið er mikilvægt að hafa hugfast hvernig viðhorf okkar er gagnvart þeim og hvort trúin sé til staðar til að framkvæma. Jákvæðni kemur okkur einfaldlega lengra í að ná markmiðum okkar og gott er að hafa í huga að hugsa okkur raunhæf skref til að ná stóra markmiðinu. Að byrja á því að taka út sykur, drekka meira vatn yfir daginn, byrja í hreyfingu, taka út streituvalda eru góðar leiðir að bættum lífsstíl og heilsu.

Rannsóknir sýna að eitt það mikilvægasta hvað varðar lífsstílsbreytingu er viðhorf okkar gagnvart þeirri breytingu. Þegar við setjum okkur markmið er mikilvægt að hafa hugfast hvernig viðhorf okkar er gagnvart þeim og hvort trúin sé til staðar til að framkvæma. Jákvæðni kemur okkur einfaldlega lengra í að ná markmiðum okkar og gott er að hafa í huga að hugsa okkur raunhæf skref til að ná stóra markmiðinu. Að byrja á því að taka út sykur, drekka meira vatn yfir daginn, byrja í hreyfingu, taka út streituvalda eru góðar leiðir að bættum lífsstíl og heilsu.

Náðu upp púlsinum
Fimm mínútur á dag til að ná upp púlsinum og svitna getur skipt sköpum þegar kemur að fitubrennslu, orku og almennri heilsu. Húðin er að auki stærsta líffærið fyrir afeitrun og við höfum öll gott af smá svita daglega. Oft getur stuttur göngutúr skipt sköpum fyrir andlega og líkamlega líðan. Göngur, hlaup, líkamsrækt, yoga, pilates, crossfit eða dans eru nokkrar hugmyndir fyrir nýja árið. Mikilvægast er þó að velja þá hreyfingu sem okkur þykir skemmtileg og höfðar til okkar.

Getty Images

Byrjaðu daginn vel
Lykilatriði þegar kemur að aukinni orku og þyngdartapi er að byrja daginn á góðri næringu. Ef við nærum líkama okkar vel í upphafi dags sækjum við síður í sykur eða óþarfa. Svo einfalt er það. Heilbrigði snýr að því að næra líkamann rétt og hlusta á hann fremur en að telja kaloríur. Með góðum morgunmat helst blóðsykurinn jafnari yfir daginn og við nörtum síður í eitthvað seinnipartinn.

Passaðu svefninn
Það kemur mörgum á óvart að næg hvíld og svefn spila sama vægi gagnvart heilsunni og heilbrigt mataræði og regluleg hreyfing. Lítill svefn hefur áhrif á „sedduhormónið“ leptín sem leiðir til þess að við borðum meira og sækjum frekar í sykur eða óhollustu. Langtíma svefnleysi getur að auki valdið fitusöfnun, bólgum og meltingarvandamálum. Að takmarka raftækjanotkun og gera eitthvað róandi fyrir svefninn eins og að lesa góða bók eða fara í bað er góð leið til að bæta gæði hans.

Gefðu líkamanum hvíld frá mat í 12 klukkustundir á hverri nóttu
Æskilegur tími fyrir kvöldmat er milli 18:00-19:00 þar sem brennsla hægist eftir því sem líður á kvöldið. Góð regla er að borða ekkert nokkrum klukkustundum áður en farið er í háttinn. Gefðu líkamanum hvíld frá mat í 12 klukkustundir. Prófaðu eina viku þar sem þú borðar ekkert fjórum klukkustundum fyrir svefn. Rútína þín gæti þá t.d. verið að borða frá klukkan 7 um morgun til klukkan 19 og síðan ekkert eftir það.

Getty Images

Forðastu vigtina
Ekki hoppa strax á vigtina eftir sumarfrí og svekkja sjálfa/n þig. Það tekur tíma að koma sér á rétta braut og oft getur bjúgur verið orsök þess að vigtin sýnir aðeins hærri tölur en vanalega. Besta leiðin til að fríska upp á líkamann og koma honum aftur í form er með skynsömum hraða og engum öfgum. Smátt og smátt með litlum breytingum mun vellíðan og þyngdartap fylgja. Mikilvægt er að leyfa sér að njóta og sjá ekki eftir því.

Prófaðu nýjar fæðutegundir
Fjölbreytni í mataræði er akkúrat það sem viðheldur spennu og ánægju í breyttum lífsstíl. Það getur verið áskorun að borða eitthvað nýtt en af hverju ekki fara út fyrir vanann og prófa nýtt grænmeti eða aðra heilsuvöru til að koma þér af stað? Lífsstílsbreyting getur verið skemmtileg og spennandi!

Getty Images

Vökvaðu líkamann
Oft upplifum við hungur þegar líkaminn þarfnast vökva. Byrjaðu daginn með a.m.k. hálfum lítra af vatni. Bættu við örlítið af sítrónu eða klípu af cayenne pipar til að vekja meltinguna. Vatn er mikilvægara líkamanum en við gerum okkur grein fyrir. Vatn flytur næringarefni um líkamann og hjálpar við að draga úr bólgum, bjúg og minnkar einnig löngun í óhollustu. Góð þumalputtaregla er að drekka 2-3 lítra af vatni yfir daginn. Það besta er að góða íslenska vatnið er ókeypis.

EKKI setja þér boð og bönn
Lífsstíll okkar ætti að leyfa okkur að njóta daglega, lífið væri voða leiðinlegt ef við gætum aldrei borðað það sem okkur þykir gott. Öll þurfum við að finna mataræði og jafnvægi sem hentar okkur, það er því miður engin töfralausn í boði. Í stað boða og banna skaltu byrja á að spyrja þig næst þegar þú færð þér að borða „Hvað mun þessi fæða gera fyrir mig?“. Stundum förum við út af sporinu og þá er það besta sem við getum gert einfaldlega að játa mistökin, og halda áfram. Ekki refsa þér eða gefast upp.

Leitaðu stuðnings fólksins í kringum þig
Rannsóknir sýna einnig að við erum 80 prósent líklegri til að ná árangri ef við höfum stuðning. Það er einmitt þess vegna sem ég legg svo ótrúlega mikið upp úr því að mataræðið í Frískari og Orkumeiri á 30 dögum námskeiðinu mínu sé eitthvað sem allir á heimilinu geta notið og leggjum við mikið upp úr hópefli og stuðningi enda er það eitt það helsta sem þáttakendur námskeiðs hafa orð á, hversu mikilvægur og góður stuðningurinn er! Byrjaðu á því að fá fjölskylduna um borð með því að segja þeim af hverju þig langar til að bæta mataræðið og hvernig þú heldur að það muni gagnast þeim.

Um þessar mundir heldur Júlía ókeypis net-fyrirlestra. 3 skref til að losna við sykurlöngun, tvöfalda orkuna og örva náttúrulega brennslu – er öllum frjálst að skrá sig á heimasíðunni – lifdutilfulls.is, skráning aðeins þessa viku.

Gegn skráningu fá einstaklingar

  • uppskrift sem vinnur á sykurþörf
  • hvaða fæðutegundir auka orkuna
  • hvernig á að skipta út sykri og hvaða staðgengla skal nota
  • fæðupróf sem tekur mið á stöðu heilsunar
  • ráð til að hefja orkuríkara líf

lifdutilfulls.is
facebook.com/lifdutilfulls
Instagram.com/lifdutilfulls

Tinna Björt Júlía hefur undanfarin sjö ár hjálpað fólki að losna við sykurpúkann í gegnum vinsæl netnámskeið.
Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.